Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 131 svör fundust

Hvað eru margir kílómetrar í kringum jörðina?

Franska vísindaakademían skilgreindi metrann árið 1791, í kjölfar frönsku byltingarinnar, sem 1/10.000.000 (einn tíu milljónasta) úr kvartboga sem dreginn er milli póls og miðbaugs á jörðinni; það er 1/40.000.000 úr ummáli jarðar. Það segir sig þá sjálft að ummál jarðar taldist 40.000.000 metrar eða 40.000 kílómet...

Nánar

Gætu fuglar flogið á tunglinu (já eða nei)?

Svarið er nei; fuglar geta ekki flogið í opnu rými við yfirborð tunglsins. Flug fugla byggist á loftmótstöðu; þeir spyrna í loftið kringum sig og svífa á því. Á tunglinu er hins vegar ekkert loft til að spyrna í. Þar er enginn lofthjúpur því að þyngdarkraftur tunglsins er of lítill til þess að gassameindir hal...

Nánar

Er húsaköngulóin sérstök tegund og finnst hún ekki utandyra?

Talið er að 89 tegundir köngulóa tilheyri hinni íslensku fánu. Þar af eru líklega sjö tegundir sem einungis finnast innanhúss. Ein þeirra tegunda sem aðeins lifir innanhúss er húsakönguló eða Tegenaria domestica á fræðimáli. Þekktir fundarstaðir eru aðallega á höfuðborgarsvæðinu en samkvæmt riti Inga Agnarssonar, ...

Nánar

Hvað er bankaleynd og hversu víðtæk er hún?

Upprunalega spurningin hljóðaði svo: Bankaleynd hefur verið mikið í umræðunni síðustu daga. Yfir hvaða svið bankaviðskipta nær leyndin? Hvað má upplýsa og hvað ekki? Í 7. kafla laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 er kveðið á um trúnaðarskyldur starfsfólks þeirra. Þar er lögð almenn skylda á allt starfsfólk f...

Nánar

Er réttmætt að skrifa zetu inni í orðum í dag?

Spyrjandi skýrir spurninguna nánar sem hér segir:Mig langar að forvitnast um réttmæti þess að skrifa zetu inn í orðum í dag. Nú er zetan fallin úr íslensku stafrófi en mér finnst ýmsir nota zetuna enn. Þekki dæmi um fólk sem hefur tamið sér þennan rithátt þó það sé fætt eftir að zetan féll úr gildi.Íslensk málstöð...

Nánar

Er höfuðborgarsvæðið orðið að sérnafni og ritað með stórum staf?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Er höfuðborgarsvæðið sérnafn líkt og Vesturland, sem ber að rita með stórum staf? Mér þætti það verra! Ég er sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu en heiti stofnunarinnar rita ég Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu. Er ég úti á túni í þessu? Höfuðborgarsvæði er landsvæð...

Nánar

Hvað þýðir „á öldum ljósvakans”?

Orðið ljósvaki er rakið til Jónasar Hallgrímssonar skálds. Hann notaði það fyrstur manna í þýðingu sinni Stjörnufræði eftir G. F. Ursin (Kaupmannahöfn 1842:9). Þar stendur (stafsetningu breytt): „Sumir halda ljósið streymi út úr hinum lýsendu líkömum; aftur halda sumir, það komi af skjálfta eður bylgjugangi í harð...

Nánar

Hvort býr steinn yfir meiri orku uppi á fjalli eða niðri í fjöru?

Í svari Stefáns Inga Valdimarssonar við spurningunni Er kraftur sama og orka? segir meðal annars:Orka er eiginleiki sem hlutir búa yfir. Hún kemur fyrir í ýmsum myndum eða orkuformum. Þar á meðal má nefna stöðuorku, hreyfiorku, raforku, spennuorku, varmaorku, efnaorku og kjarnorku. Sambandið á milli krafts og orku...

Nánar

Hvort skal nota -ín eða -íum í endingum á heitum frumefna?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:hafnín -s, hafníum -s HK eðlis/efnafr. Er rétt að nota þessi íslenskuðu form á heitum efna en ekki -íum-formin? Eða ber að nota hvort tveggja, til dæmis við samningu orðabóka? Orðanefnd Eðlisfræðifélagsins tók þá ákvörðun á sínum tíma að hafa -ín-myndirnar í sinni orðaskrá:...

Nánar

Ef ég stend á tunglinu, í hvaða átt rís sólin?

Spurningin í heild var svona: Ef ég stend á tunglinu, í hvaða átt rís sólin? (Í austri, held ég eftir að hafa hugsað málið)Það er rétt að sólin rís í austri á tunglinu. Hins vegar gerist það miklu hægar en á jörðinni, þar sem einn sólarhringur á tunglinu er heill mánuður, eða 29,53 jarðardagar. Ástæðan er sú að ...

Nánar

Hvað heitir píramídinn sem er kallaður Píramídinn mikli?

Keops-píramídinn Píramídinn mikli er einn af þremur stórum píramídum í Giza í Egyptalandi. Píramídarnir þrír eru kenndir við faraóanna sem létu reisa þá, konunga Fornegypta, en þeir tilheyrðu allir 4. konungsættinni sem ríkti á árunum 2575-2465 f.Kr. Píramídinn mikli er kenndur við Keops (eg. Khufu) og hann er el...

Nánar

Hvernig leysi ég x og y út úr jöfnunum y = 1 + x og 2x + 3y = 28?

Svokölluð jöfnuhneppi eru notuð þegar leysa þarf tvær jöfnur sem hafa tvær óþekktar stærðir. Þá er önnur óþekkta stærðin einangruð í annarri hvorri jöfnunni. Hún er síðan sett inn fyrir óþekktu stærðina í hinni jöfnunni. Í dæminu sem spyrjandi kemur með er y einangrað í fyrri jöfnunni. Þá þarf einungis að setja...

Nánar

Hver er munurinn á krafti og orku?

Kraftur er það þegar einn hlutur verkar á annan og leitast við að breyta hreyfingu hans, ýta honum úr stað ef hann er kyrrstæður eða breyta hraða hans ef hann er á ferð. Kraftur getur framkvæmt vinnu sem kallað er. Það gerist ef átakspunktur kraftsins færist til. Í einföldum dæmum er vinnan einfaldlega krafturi...

Nánar

Fleiri niðurstöður